top of page

SA vill afnema sérstaka skatta á tilteknar atvinnugreinar eins og gistináttaskatt

Updated: Sep 24, 2020


Samkvæmt pistlahöfundi Samtaka atvinnulífsins ætti ríkisstjórnin m.a. að afnema bankaskatt og gistináttagjald og endurskoða veiðigjöldin á komandi þingi.


Ein leið til að bæta sam­keppn­is­hæfni íslenskra útflutn­ings­fyr­ir­tækja væri að lækka skatta og væri lækkun trygg­ing­ar­gjalds þar aug­ljós kost­ur. Þetta kemur fram í pistli á veg­um ­Sam­taka atvinnu­lífs­ins (SA) sem birt­ist í frétta­veitu Keld­unar í morg­un. Þá greinir pistla­höf­undur frá því hvers megi vænta megi á kom­andi þingi, að mati SA.

„Slík aðgerð myndi hjálpa fyr­ir­tækjum að mæta miklum launa­kostn­aði á næstu árum sam­fara minnk­andi umsvifum í hag­kerf­inu. Stjórn­völd hafa hafa í fjár­mála­á­ætlun sinni boðið lækkun trygg­ing­ar­gjalds um 0,25% á árinu 2019. Það er jákvætt skref en því miður of lítið m.t.t. stöð­unnar á vinnu­mark­að­i,“ segir í pistl­in­um.


End­ur­skoða þarf veiði­gjaldið

Þá segir að stjórn­völd hafi jafn­framt boðað tekju­skatts­lækkun ein­stak­linga í neðsta þrepi en einnig þurfi að huga að öðrum aðgerð­um. Þar megi nefna end­ur­skoðun á skatt­stofni fjár­magnstekna, lækkun á tekju­skatti fyr­ir­tækja, almennar skatta­lækk­anir ein­stak­linga sem og ein­földun á skatt­kerf­inu í heild sinn­i.

Þá þurfi að end­ur­skoða veiði­gjaldið þannig að gjald­stofn­inn end­ur­spegli betur afkomu grein­ar­innar með minni tíma­töf en verið hef­ur. Afnema þurfi hið fyrsta sér­staka skatta á til­teknar atvinnu­greinar eins og gistin­átta­gjald og banka­skatt.


Eng­inn tími betri en nú

Í pistl­inum segi enn fremur að ef hægja fer á hag­kerf­inu geti stjórn­völd ekki treyst á mik­inn tekju­vöxt til að fjár­magna aukin útgjöld ár frá ári. Sam­tök atvinnu­lífs­ins hvetja því stjórn­völd til að huga að sam­keppn­is­hæfni þjóð­ar­bús­ins og nýta vel tím­ann framundan til end­ur­skipu­lagn­ingar og hag­ræð­ingar í rík­is­rekstri þannig að unnt verði að draga til baka skatta­hækk­anir eft­ir­hrunsár­anna. 

„Sú skatta­stefna sem stjórn­völd móta í fjár­lögum næsta árs skiptir gríð­ar­lega miklu máli út frá sam­keppn­is­hæfni þjóð­ar­bús­ins. Eng­inn tími er betri en nú til að skapa það svig­rúm sem til þarf í rekstri rík­is­ins til að lækka skatta á fyr­ir­tæki og heim­ili í land­in­u.“


Grein: Ritstjórn Kjarnans

Mynd: sa.is

kjarninn.is - 10. september 2018

Comentarios


Los comentarios se han desactivado.
bottom of page